Svarað er í síma í Samkomuhúsinu tveimur tímum fyrir sýningar.
„Sex í sveit“ fjallar um hjónakornin Benedikt og Þórunni sem skella sér í sumarbústað í Eyjafirði, bæði með sitt leyndarmálið í farteskinu. Benedikt hugsar sér gott til glóðarinnar þegar eiginkonan hyggur á heimsókn til móður sinnar og býður bæði viðhaldinu og vini sínum til veislu. Allt gengur samkvæmt áætlun þar til eiginkonan ákveður að vera um kyrrt. Þá hitnar í kolunum og þegar veisluþjónustan bætist í hópinn ætlar allt um koll að keyra. Verkið fjallar um ást í meinum, lygar á lygar ofan og tilþrifamikinn misskilning þar sem flækjustigið verður sífellt flóknara og um leið spaugilegra. Hér er um að ræða sanna hláturbombu sem ætti að koma richterskalanum af stað þegar áhorfendur hristast um af hlátri.
Egill Páll Egilsson
Garðarbraut 22
640 Húsavík